Sálfræðiþjónusta til einstaklinga

 

Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl fyrir fullorðna. Við veitum almenna viðtalsmeðferð, ráðgjöf og hugræna atferlismeðferð við tilfinningavanda, m.a. streitu, kvíða, depurð, lágu sjálfsmati, sorg og áföllum.

Einnig sinnum við verkefnum tengdum íþróttasálfræði, aðstoðum íþróttafólk við að komast yfir sálrænar hindranir sem hamla frammistöðu og vellíðan í íþróttinni.

 

Hjá okkur starfa sálfræðingar og félagsráðgjafi/sáttamiðlari sem allir eru með starfsleyfi frá Embætti landlæknis og heyra því undir siðareglur sinnar starfsstéttar. Viðtöl taka alla jafna 50 mínútur. Við minnum á að flest stéttarfélög niðurgreiða sálfræðimeðferð en fyrirkomulagið er mismunandi eftir stéttarfélögum. Við hvetjum fólk til að kynna sér rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Fyrir tímabókanir hafið samband við móttöku í síma 511 5508

Opnunartími móttöku er alla virka daga kl. 08:30 – 16:30, föstudaga lokar kl. 16:00