١rkatla A­alsteinsdˇttir, sßlfrŠ­ingur PDF Prenta Rafpˇstur

Image 

thorkatla(at)lifogsal.is

Þórkatla Aðalsteinsdóttir
er fædd í Hveragerði 1955, dóttir hjónanna Aðalsteins Steindórssonar, fyrrv. umsjónarmanns kirkjugarða og Svanlaugar Guðmundsdóttur húsmóður og fyrrv. starfsstúlku á Elliheimilinu Ási. Þórkatla er gift Herði Lúðvíkssyni bankamanni og eiga þau tvö börn.

Námsferill:
Landspróf frá Barna- og Unglingaskóla Hveragerðis 1970
Stúdentspróf frá Menntaskólanum v. Hamrahlíð 1974
BA-próf í sálarfræði frá Háskóla Íslands 1980
Embættispróf í sálarfræði (PEG-linje) frá Háskólanum í Lundi 1989

Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða á sviði sálfræðimeðferðar, meðferðar aðstandenda alkohólista og ráðgjafar.

Starfsferill:
Sumarvinna við veitinga- og afgreiðslustörf 1972-1975
Skrifstofustarf sumarið 1976
Ritara- og meðferðarstörf á Barna og Unglingageðdeild Landsspítala sumarið og aukavinna með námi 1977-1979
Kennari við Unglingaheimili ríkisins 1979-1982
Meðferðarfulltrúi á sama stað sumur 1979-1982
Skrifstofustarf 1982-1983
Landvarsla og skálavarsla hjá Náttúruverndarráði og Ferðafélagi Íslands sumrin 1982-1985
Kennari við Fellaskóla 1985-1986
Uppeldisfulltrúi við Unglingaathvarf Reykjavíkurborgar 1985-1987
Ráðgjafi við Unglingaráðgjöf Unglingaheimilis ríkisins 1987-1988
Sálfræðingur á Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar barna Reykjavík 1989-1996
Rekstur sálfræðistofu 1992-2000
Ráðgefandi sálfræðingur við Unglingaathvarf Reykjavíkurborgar 1993-1995
Ráðgefandi sálfræðingur hjá foreldralínu Barnaheilla 1994-1999
Ráðgefandi sálfræðingur við Meðferðarheimilið að Geldingarlæk 1996-1997
Matsmaður og meðdómandi við Héraðsdómstóla víða um land á árunum 1994-2000
Sálfræðingur og meðeigandi hjá Þeli - sálfræðiþjónustu ehf (síðar Líf og sál) frá 2000
Ráðgjafi hjá tímaritinu Uppeldi frá 2002

Þórkatla hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um uppeldismál, samskipti á kvennavinnustöðum og þroska barna og unglinga.

Trúnaðarstörf:
Varaformaður Stéttarfélags íslenskra sálfræðinga 1994-1995
Stjórn Barnaheilla 1998-1999
Fulltrúaráð Barnaheilla 1999-2001
Í fagráði Velferðarsjóðs íslenskra barna frá 2001

 
© Líf og sál sálfræðistofa ehf | Sími: 511 5508 | Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, Ísland
Hönnun: webit.is