Líf og sál sálfræðistofa hefur verið í rekstri á annan áratug og er nú til húsa að Höfðabakka 9.

 
Sálfræðingar Lífs og sálar hafa starfað jöfnum höndum á sviði vinnusálfræði og á sviði klínískrar sálfræði fullorðinna. 
 
Byggst hefur upp mikil reynsla á þessum sviðum, sem nýtist vel í vinnustaðagreiningum, meðferð og fræðslustarfi Lífs og sálar.
 
Sex sálfræðingar starfa á stofunni auk fjármálastjóra. Líf og sál hefur gert þjónustusamninga við fjölda fyrirtækja, stofnanir og félagasamtök um stuðning við starfsmenn eða félagsmenn og fræðslu um mikilvægi sálfélagslegrar velferðar á vinnustað. 
 
Líf og sál hefur jafnframt verið leiðandi í forvörnum, fræðslu og úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum.
 

 

Viðurkennt af Vinnueftirlitinu:


Vinnueftirlitið hefur með bréfi dags. 4. mars 2004 viðurkennt Líf og sál sálfræðistofu sem ráðgjafa um sálfélagslega áhættuþætti á vinnustöðum. Líf og sál hefur sinnt slíkri ráðgjöf um árabil, en í kjölfar breytinga á lögum og reglugerðum á sviði vinnuverndar, er þess nú krafist að sérfræðingar á þessu sviði njóti formlegrar viðurkenningar Vinnueftirlitsins.